Barcelona á Spáni ætlar að áfrýja ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins sem var tekin í vikunni.
Barcelona var sektað um aðeins 300 evrur eftir félagaskipti Antoine Griezmann frá Atletico Madrid.
Sú upphæð er auðvitað brandari fyrir lið eins og Barcelona en félagið vill þó ekki viðurkenna nein mistök.
Atletico vill meina að Barcelona hafi borgað of lítið fyrir Griezmann eða 120 milljónir evra frekar en 200.
Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, staðfesti það í gær að félagið myndi áfrýja þessari sekt sambandsins.