Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, staðfesti það í gær að félagið væri í viðræðum við James Milner.
Milner er 33 ára gamall miðjumaður en hann getur einnig leyst aðrar stöður og nýtist því mjög vel.
Milner hefur undanfarin fjögur ár spilað með Liverpool og spilar stórt hlutverk innan sem utan vallar.
Englendingurinn verður samningslaus eftir tímabilið en Liverpool vill sjá hann framlengja.
Milner spilaði 45 leiki fyrir Liverpool á síðustu leiktíð er liðið vann Meistaradeild Evrópu.