Danny Simpson, fyrrum Englandsmeistari, hefur skrifað undir samning við lið Huddersfield.
Þetta var staðfest í dag en Simpson kemur til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Leicester.
Simpson er 32 ára gamall bakvörður en hann hefur verið að æfa með Huddersfield undanfarið.
Félagið ákvað nú að gefa honum samning sem gildir út þessa leiktíð.
Huddersfield leikur í næst efstu deild Englands eftir að hafa fallið í vor.