Joe Gomez, leikmaður Liverpool, skilur það að hann sé ekki lengur hluti af enska landsliðinu.
Gomez er 22 ára gamall varnarmaður en hann fær lítið að spila hjá Liverpiool þessa stundina.
Gareth Southgate valdi Gomez ekki í síðasta landsliðshóp og er ástæðan mjög einföld.
,,Ég get ekki kennt honum um þetta. Hann talar við mig og hann er frábær stjóri,“ sagði Gomez.
,,Ég verð að skilja það að ég verð að spila með mínu félagsliði eins og aðrir. Hjá Englandi er búist við að þú sért að spila.“
,,Allir leikmenn vilja fá að spila og þetta er pirrandi fyrir mig. Á sama tíma skil ég að við erum Evrópumeistarar og erum að spila vel.“