fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Gerðu lítið úr Skúla Jóni á samfélagsmiðlum: Margir pirraðir – „Vissi að þetta voru tveir vitleysingar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. september 2019 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir. Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Skúli Jón Friðgeirsson sem hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum, aðeins 31 árs gamall. Skúli hefur átt geggjaðan feril með KR og lék í 3 ár í Svíþjóð. Hann hefur leikið fyrir öll landslið Íslands og gengur stoltur frá borði. Við gerum upp feril Skúla í þessu áhugaverða spjalli.

Í þættinum sem var birtur í dag ræðir Skúli Jón um atvik sem átti sér stað árið 2012, þá voru tveir breskir leikmenn að níða honum skóinn, á samfélagsmiðlum. Steven Lennon og Gary Martin hökkuðu þá Skúla Jón í sig.

Lennon þá leikmaður Fram hafði skorað fimm mörk í sigri á KR í Lengjubikarnum og Martin reið á vaðið á twitter. „Númer 7 í vörninni hefur tvo gíra. Hann er svakalega fljótur,“ skrifaði Gary, léttur.

Lennon svaraði. „Var hann ekki valinn í landsliðið? Ég hef spilað við betri leikmenn í yngri flokkunum,“ sagði Lennon en skömmu síðar samdi Skúli Jón við Elfsborg í Svíþjóð og varð sænskur meistari.

Skúli man eftir málinu þegar við ræðum það við hann. ,,Ég tók þetta eitthvað inn á mig þó að maður hafi vitað að þetta hafi verið tveir vitleysingar á Twitter,“ sagði Skúli Jón um málið.

Skúli var ekki í góðu formi þegar þarna kom við sögu og játar því. ,,Ég man að þessi leikur gekk ömurlega, þetta var eftir einhvern leik gegn FH. Ég fann að ég var ekki í svaka standi.“

,,Þetta er áður en ég fer svo út. Það sýndi að ég hefði mátt vera í betra standi. Ég held að ég hafi áttað mig á því frekar fljótt að þetta væri bara banter eins og þeir segja sem er aðeins kvikindislegra en Íslendingar grínast með.“

Skúli lét það vera að fara á sama plan og svara þeim en vinir hans sáu um það. ,,Þó að margir aðrir hafi verið mjög pirraðir og svarað þessum mönnum fyrir mína hönd þá var ég frekar rólegur yfir þessu.“

Viðtalið við Skúla má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Garner aftur til United?
433Sport
Í gær

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea
433Sport
Í gær

Mbappe mætti í treyju fyrrum liðsfélaga

Mbappe mætti í treyju fyrrum liðsfélaga
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?
433Sport
Í gær

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs