Spænska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að sekta lið Barcelona um 300 evrur eftir félagaskipti Antoine Griezmann.
Griezmann var keyptur til Barcelona í sumar á 120 milljónir evra en Atletico Madrid sendi inn kvörtun vegna þess.
Atletico segir að búið hafi verið að ná samkomulagi um Griezmann er kaupákvæði hans stóð í 200 milljónum punda.
Í byrjun júlí þá lækkaði þessi verðmiði og vildi Barcelona aðeins borga 120 milljónir en ekki 200.
Eins fáránlegt og það hljómar þá ákvað sambandið að refsa Barcelona en aðeins um 300 evrur.
Sambandið gaf út tilkynningu og segir þar að upphæðin sé aðeins táknræn.