Willian, leikmaður Chelsea á Englandi, er óánægður með tölvuleikjarisann EA Sports þessa stundina.
Nú er búið að gefa út leikinn vinsæla FIFA 20 en nýjasta útgáfa leiksins varð fáanleg á dögunum.
Willian er ósáttur með sínar tölur í leiknum og er ekki viss hvort EA Sports sé að grínast eða ekki.
,,Eruði að grínast í mér?“ skrifaði Willian á Instagram er hann birti mynd af sínu spjaldi í leiknum.
Þar má sjá að Willian er með 82 af 100 mögulegum en hann var 85 á sínum tíma.
Á hann skilið betri tölur?