fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

Einn sá valdamesti tók yfir íslenska fyrirtækið: Hraunaði yfir Zidane – Sá um ein frægustu félagaskiptin

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 26. september 2019 20:30

Jonathan Barnett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stellar umboðsskrifstofan hefur tekið yfir rekstur Total Football, sem hefur verið stærsta skrifstofan hér á landi. Um er að ræða umboðsmenn knattspyrnumanna.

Stellar er ein allra stærsta stofan í heiminum en hún hefur marga af bestu knattspyrnumönnum heims.

Bjarki Gunnlaugsson og Magnús Agnar Magnússon sem starfað hafa hjá Total Fotball munu nú starfa fyrir Stellar Nordic deild fyrirtækisins. Fyrirtækið vill stækka sig á Norðurlöndum og í Rússlandi, þar hafa Bjarki og Magnús Agnar góð tengsl.

Íslendingar þekkja Stellar nokkuð vel Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson hafa allir verið með umboðsmenn hjá þessari stofu.

Maðurinn á bakvið Stellar umboðsskrifstofuna er einhver sem margir knattspyrnuaðdáendur ættu að kannast við.

Sá heitir Jonathan Barnett en hann er umboðsmaður og sér um margar knattspyrnustjörnur erlendis.

Barnett er þekktastur fyrir það að sjá um mál Gareth Bale og var maðurinn á bakvið risaskipti hans til Real Madrid á sínum tíma.

Real borgaði 86 milljónir punda fyrir Bale frá Tottenham og hefur hann undanfarin sex ár leikið þar í landi.

Barnett var ofarlega á lista Telegraph sem birti lista yfir 20 valdamestu umboðsmenn heims. Hann var í þriðja sæti listanns.

Barnett er með fleiri frábæra leikmenn í sínum bókum og má nefna Luke Shaw og Joe Hart en sá fyrrnefndi er fastamaður hjá Manchester United í dag.

Hann er alls ekkert lamb að leika sér við og var hávær í fjölmiðlum þegar hans maður Bale var í kuldanum hjá Real.

Barnett hikaði til að mynda ekki að hrauna yfir Zinedine Zidane fyrr á þessu ári en hann reyndi allt til að losna við vængmanninn í sumarglugganum.

,,Zidane er til skammar fyrir að tala svona um einhvern sem hefur gert svo mikið fyrir Real,“ sagði Barnett.

,,Ef Gareth fer annað þá er það því það er best fyrir hann og það hefur ekkert með vilja Zidane að gera.“


Nú eru fjölmargir Íslendingar sem munu fá að kynnast Barnett betur og vonandi að hann geti hjálpað okkar mönnum að ná árangri erlendis.

Stellar Group var stofnað árið 1994 en það voru Barnett og félagi hans David Manasseh sem komu skrifstofunni af stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mætir einn í vinnuna og fær ekki að hitta vini sína

Mætir einn í vinnuna og fær ekki að hitta vini sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm
433Sport
Í gær

United tvöfaldar verðmiða Antony

United tvöfaldar verðmiða Antony
433Sport
Í gær

Vill fara til Tottenham frekar en Newcastle

Vill fara til Tottenham frekar en Newcastle
433Sport
Í gær

Lífvörður fylgir henni hvert einasta skref á EM kvenna – Fær mikið hatur vegna mynda sem hún birtir

Lífvörður fylgir henni hvert einasta skref á EM kvenna – Fær mikið hatur vegna mynda sem hún birtir