fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Gunnlaugur sá rautt er hann mætti Arnari: ,,Í eina skiptið sem mig langaði að drepa einhvern“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 26. september 2019 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Jónsson, fyrrum leikmaður KR, var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið í dag.

Draumaliðið er afar skemmtilegur þáttur þar sem Jói Skúli ræðir við gesti um bestu leikmenn sem þeir hafa spilað með.

Gunnlaugur spilaði með ófáum góðum en ræddi einnig mest óþolandi andstæðing á ferlinum.

Þar nefnir Gunnlaugur miðjumanninn Arnar Þór Viðarsson en þeir mættust er Arnar spilaði með Lokeren í Belgíu.

,,Mest óþolandi andstæðingur á mínum ferli er Arnar Þór Viðarsson. Það er bara einn leikur og það er í eina skiptið sem ég ætlaði að drepa leikmann,“ sagði Gunnlaugur.

,,Logi var þjálfari árið 1999 og við mættum Lokeren í Inter toto keppninni. Logi setur mig djúpan á miðjuna, það átti að þétta aðeins.“

,,Arnar Viðarsson er á miðjunni líka. Hann er að stíga sín fyrstu skref. Við erum að senda langa upp og ég var góður í loftinu en hann var alltaf að stjaka við mér þegar ég var að fara í loftið og hann gerði það svona 30 sinnum og ég var að verða brjálaður.“

,,Við vorum ágætis félagar en síðasta korterið þá náði hann að forðast mig því ég ætlaði gjörsamlega að fótbrjóta manninn. Þetta situr ennþá í mér.“

Þáttinn má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“