Sparta Prag 0-1 Breiðablik (2-4)
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir(54′)
Breiðablik vann góðan sigur í Meistaradeild kvenna í kvöld er liðið spilaði við Sparta Prag.
Um var að ræða seinni leik liðanna af tveimur en Blikar unnu fyrri leikinn 3-2 á Kópavogsvelli.
Leikið var í Tékklandi í kvöld en það voru þær íslensku sem unnu 1-0 og samanlagt, 4-2.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði eina markið og verður liðið í pottinum er dregið er í 16-liða úrslitin á mánudag.