Breiðablik og Valur krefjast þess að blaðamaður Morgunblaðsins biðjist afsökunar á orðum sínum. Hann ritaði pistil í blað dagsins.
Þar sakaði Bjarni þessa risa í kvennafótboltanum um að vera með gylliboð fyrir leikmenn. ,,Það hefur lengi verið í umræðunni að í keppnisferðum yngri landsliða sé markvisst reynt að selja ungum leikmönnum það að möguleikar þeirra um að spila með A-landsliðinu aukist til muna ef þeir skrifa undir í Kópavogi eða á Hlíðarenda. Ég vona hins vegar að ungir leikmenn hætti að láta glepjast af gylliboðum og haldi kyrru fyrir hjá uppeldisfélögum sínum þar sem þær fá alvöru spilatíma, í það minnsta þangað til þær verða tvítugar,“ skrifaði Bjarni í Morgunblaðið.
Félögin tala um alvarlegar ásakanir sem ekkert sé til, krafist er þess að Bjarnið biðjist afsökunar.
Yfirlýsing Breiðabliks og Vals:
Vegna fullyrðinga Bjarna Helgasonar blaðamanns í bakverði Morgunblaðsins, fimmtudaginn
26. september, vilja knattspyrnudeildir Breiðabliks og Vals óska svara við eftirfarandi:
Hvaða dæmi um “gylliboð” hefur blaðamaður Mbl fyrir því að leikmenn hafi fengið í ferð með yngri landsliðum Íslands?
Getur blaðamaður Morgunblaðsins bent á aðila tengda Breiðabliki eða Val sem hafa “markvisst reynt að selja ungum leikmönnum” slíkt í ferðum á vegum KSÍ?
Knattspyrnustjórnir Breiðabliks og Vals líta þessar ásakanir blaðamanns mjög alvarlegum augum enda úr lausu lofti gripnar og eiga við engin rök að styðjast.
Þess er krafist að blaðamaður biðjist afsökunar.