fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Krefja blaðamann Morgunblaðsins um afsökunarbeiðni: „Lítum ásakanir blaðamanns mjög alvarlegum augum“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 26. september 2019 17:44

Skjáskot: K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik og Valur krefjast þess að blaðamaður Morgunblaðsins biðjist afsökunar á orðum sínum. Hann ritaði pistil í blað dagsins.

Þar sakaði Bjarni þessa risa í kvennafótboltanum um að vera með gylliboð fyrir leikmenn. ,,Það hef­ur lengi verið í umræðunni að í keppn­is­ferðum yngri landsliða sé mark­visst reynt að selja ung­um leik­mönn­um það að mögu­leik­ar þeirra um að spila með A-landsliðinu auk­ist til muna ef þeir skrifa und­ir í Kópa­vogi eða á Hlíðar­enda. Ég vona hins veg­ar að ung­ir leik­menn hætti að láta glepj­ast af gylli­boðum og haldi kyrru fyr­ir hjá upp­eld­is­fé­lög­um sín­um þar sem þær fá al­vöru spila­tíma, í það minnsta þangað til þær verða tví­tug­ar,“ skrifaði Bjarni í Morgunblaðið.

Félögin tala um alvarlegar ásakanir sem ekkert sé til, krafist er þess að Bjarnið biðjist afsökunar.

Yfirlýsing Breiðabliks og Vals:
Vegna fullyrðinga Bjarna Helgasonar blaðamanns í bakverði Morgunblaðsins, fimmtudaginn

26. september, vilja knattspyrnudeildir Breiðabliks og Vals óska svara við eftirfarandi:

Hvaða dæmi um “gylliboð” hefur blaðamaður Mbl fyrir því að leikmenn hafi fengið í ferð með yngri landsliðum Íslands?

Getur blaðamaður Morgunblaðsins bent á aðila tengda Breiðabliki eða Val sem hafa “markvisst reynt að selja ungum leikmönnum” slíkt í ferðum á vegum KSÍ?

Knattspyrnustjórnir Breiðabliks og Vals líta þessar ásakanir blaðamanns mjög alvarlegum augum enda úr lausu lofti gripnar og eiga við engin rök að styðjast.

Þess er krafist að blaðamaður biðjist afsökunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kane tjáir sig um orðrómana

Kane tjáir sig um orðrómana
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool