Lionel Messi, leikmaður Barcelona, verður frá keppni næstu dagana eða vikur eftir að hafa meiðst á dögunum.
Messi var meiddur á kálfa áður en hann sneri aftur og spilaði 45 mínútur í 2-1 sigri á Villarreal.
Messi entist þó aðeins hálfleik í sigri Börsunga og var tekinn af velli eftir fyrri hálfleikinn.
Talið er mjög líklegt að Messi verði ekki með gegn Barcelona í leik gegn Getafe um næstu helgi.
Barcelona vill ekki staðfesta hversu alvarleg meiðslin eru en útlit er fyrir að hann verði ekki leikfær á næstunni.