Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, ræddi við blaðamenn eftir sigur á Rochdale í gær.
United komst áfram í enska deildarbikarnum en liðið vann Rochdale í vítaspyrnukeppni.
Solskjær viðurkennir að United sé betra í vítakeppni en í leikjunum sjálfum.
,,Við komumst 1-0 yfir í mörgum leikjum og þá hugsarðu ‘haldiði áfram,‘ sagði Solskjær.
,,Þetta er mikilvægt fyrir strákanna til að læra. Við þurfum að mæta til leiks í seinni hálfleik.“
,,Hjá þessu félagi þá sitjum við ekki til baka og vonum að það dugi til. Það er ekki nóg að sætta sig við það sem er nóg.“
,,Ég er ánægður með sjálfstraust leikmanna. Við erum betri í vítaspyrnukeppbum en við erum í leikjum.“