Frenkie de Jong gekk í raðir Barcelona í sumar en hann kom til félagsins frá Ajax í Hollandi.
De Jong var einn eftirsóttasti miðjumaður heims og ákvað að lokum að skrifa undir samning við spænska stórliðið.
De Jong hefur byrjað vel með Barcelona og virðist ætla að stimpla sig inn sem fastamaður á Nou Camp.
Hollendingurinn hefur nú nefnt þau lið sem hann hefði samið við ef hann hefði ekki gengið í raðir Barcelona – Manchester City eða Paris Saint-Germain.
,,Ef ég hefði ekki valið Barcelona, það er erfitt að segja en ég hefði valið PSG eða City,“ sagði De Jong.