Það er líklegast að Marco Silva, stjóri Everton verði næstur til að missa starf sitt í ensku úrvalsdeildinni. Vond byrjun Everton er ekki að gleðja eigendur félagsins.
Everton hefur dælt fjármagni í lið sitt síðustu ár en árangurinn verið undir væntingum.
Ole Gunnar Solskjær er næst líklegastur til að missa starfið samkvæmt veðbönum ytra. Flestir telja þó að Ole Gunnar fái tíma tli að byggja upp lið, áður en stóri dómur fellur á störf hans.
Watford er nú þegar búið að ráða Javi Gracia og ráða Quique Sanchez Flores er í starfi, hann er þó í hættu.
Mauricio Pochettino er svo að verða valtur í sessi hjá Tottenham en liðið hefur spilað illa síðustu mánuði.
Tíu líklegustu:
1) Marco Silva
2) Ole Gunnar Solskjaer
3) Mauricio Pochettino
4) Nuno Espirito Santo
5) Quique Sanchez Flores
6) Steve Bruce
7) Ralph Hasenhuttl
8) Roy Hodgson
9) Dean Smith
10) Graham Potter