PSG 0-2 Reims
0-1 Hassane Kamara
0-2 Boulaye Dia
Paris Saint-Germain tapaði heldur óvænt í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Reims.
PSG hafði fyrir viðureignina tapað einum deildarleik 2-1 gegn Rennes í annarri umferð.
Reims gerði sér lítið fyrir og vann PSG 2-0 í kvöld en mörkin skoruðu Hassane Kamara og Boulaye Dia.
PSG er enn á toppnum með 15 stig en Angers er einnig með jafn mörg stig eftir sjö leiki.