Chelsea er komið áfram í enska deildarbikarnum eftir leik við smálið Grimsby á Stamford Bridge í kvöld.
Chelsea var í engum vandræðum með Grimsby en þeir bláu unnu sannfærandi 6-1 heimasigur þar sem Michy Batshuayi komst tvisvar á blað.
Liverpool tryggði einnig sæti sitt í næstu umferð en liðið vann MK Dons 2-0 á útivelli þar sem ungir fengu tækifæri.
Það voru einnig óvænt úrslit í keppnninni en West Ham og Sheffield United eru úr leik.
West Ham fékk skell gegn Oxford United og tapaði 4-0! Oxford leikur í þriðju efstu deild. Sheffield tapaði 1-0 heima gegn Sunderland.
Í úrvalsdeildarslag áttust við Brighton og Aston Villa en þeim leik lauk með 3-1 útisigri Villa.
Hér má sjá úrslit og markaskorara kvöldsins.
Chelsea 7-1 Rochdale
1-0 Ross Barkley
2-0 Michy Batshuayi
2-1 Matthew Green
3-1 Pedro (víti)
4-1 Kurt Zouma
5-1 Reece James
6-1 Michy Batshuayi
7-1 Callum Hudson-Odoi
MK Dons 0-2 Liverpool
0-1 James Milner
0-2 Ki Jana Hoever
Oxford 4-0 West Ham
1-0 Elliott Moore
2-0 Matt Taylor
3-0 Tarique Fosu
4-0 Shandon Baptiste
Sheffield United 0-1 Sunderland
0-1 Max Power
Brighton 1-3 Aston Villa
0-1 Jota
0-2 Conor Hourihane
1-2 Haydon Roberts
1-3 Jack Grealish