

Það vakti mikla athygli þegar Gary Lineker mætti til leiks á BBC árið 2016 á nærbuxunum. Hann hafði lofað því nokkru áður að byrja tímabilið á brókinni, ef Leicester yrði enskur meistari.
Leicester varð enskur meistari í maí árið 2016 og í ágúst mætti Lineker á brókinni. Sjónvarpsmaðurinn lék áður með Leicester en afrek liðsins var magnað.
BBC vildi ekki eiga á hættu að limur, Lineker myndi sjást í beinni. Hann hefur nú greint frá því að hann hafi verið teipaður niður.
,,Þrátt fyrr að nærbuxurnar hafi átt að duga, þá vildi starfsfólk BBC ekki eiga á hættu að limur minn myndi sjást. Það var því ákveðið að festa hann niður með teipi. Þetta er íþróttaþáttur og það hefði verið óheppilegt,“ sagði Lineker.
,,Þau vildu ekki lenda í vandræðum, þetta var eðlilegt.“