fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Tvítugur Íslendingur vann tæpar 6 milljónir á erlendri veðmálasíðu: Stór upphæð til skattsins

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. september 2019 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nick Gísli Janssen, tvítugur piltur vann í gær tæpar 6 milljónir króna á erlendri veðmálasíðu. Nick setti færslu þess efnis á Twitter.

Nick Gísli lagði 200 evrur undir á níu leiki sem gáfu stuðul upp á rúmlega 200. Hann vann því rúmar 41 þúsund evrur.

Nick lagði 27,500 krónur undir veðmálið en tekur heim í kassann, 5.728.580. Ætli Nick Gísli að fara eftir lögum og reglum á Íslandi, þarf hann að gera rúmar 2,6 milljónir í skatta. Samkvæmt fyrirspurn til ríkisskattstjóra ber að greiða tekjuskatt af svona upphæð, það er 46,24 prósent.

Erlendar veðmálasíður eru nokkuð vinsælar á meðal Íslendinga en ekki eru allir meðvitaðir um það að samkvæmt lögum og reglum í landinu, ber að greiða skatta af slíku.

Vitað er um mörg tilfelli þar sem ríkisskattstjóri hefur gómað Íslendinga sem ekki hafa gefið upp vinninga á erlendum veðmálasíðum upp til skatts.

Nick Gísli hefur nú fjarlægt færslu sína, en hana má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Dýrmætur sigur Tottenham

England: Dýrmætur sigur Tottenham
433Sport
Í gær

Garner aftur til United?

Garner aftur til United?
433Sport
Í gær

Voru fréttirnar af Gylfa forsmekkurinn af því sem koma skal? – „Mjög dularfullar ákvarðanir“

Voru fréttirnar af Gylfa forsmekkurinn af því sem koma skal? – „Mjög dularfullar ákvarðanir“
433Sport
Í gær

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea
433Sport
Í gær

Mbappe mætti í treyju fyrrum liðsfélaga

Mbappe mætti í treyju fyrrum liðsfélaga