

Nick Gísli Janssen, tvítugur piltur vann í gær tæpar 6 milljónir króna á erlendri veðmálasíðu. Nick setti færslu þess efnis á Twitter.
Nick Gísli lagði 200 evrur undir á níu leiki sem gáfu stuðul upp á rúmlega 200. Hann vann því rúmar 41 þúsund evrur.
Nick lagði 27,500 krónur undir veðmálið en tekur heim í kassann, 5.728.580. Ætli Nick Gísli að fara eftir lögum og reglum á Íslandi, þarf hann að gera rúmar 2,6 milljónir í skatta. Samkvæmt fyrirspurn til ríkisskattstjóra ber að greiða tekjuskatt af svona upphæð, það er 46,24 prósent.
Erlendar veðmálasíður eru nokkuð vinsælar á meðal Íslendinga en ekki eru allir meðvitaðir um það að samkvæmt lögum og reglum í landinu, ber að greiða skatta af slíku.
Vitað er um mörg tilfelli þar sem ríkisskattstjóri hefur gómað Íslendinga sem ekki hafa gefið upp vinninga á erlendum veðmálasíðum upp til skatts.
Nick Gísli hefur nú fjarlægt færslu sína, en hana má sjá hér að neðan.
