Gerard Pique, leikmaður Barcelona, kennir undirbúningstímabilinu um slæma byrjun á leiktíðinni.
Barcelona vann Villarreal 2-1 í La Liga í gær en liðið er þó aðeins með 10 stig eftir fyrstu sex leikina.
,,Undirbúningstímabilið hjálpaði okkur alls ekki þegar kemur að því að byrja vel í deildinni,“ sagði Pique.
,,Við þurftum að ferðast mikið og æfðum ekki mikið. Margir tóku eftir því og við erum ekki í takt ennþá.“
,,Það er ekki bara Leo Messi, við verðum að halda áfram því við þurfum að vinna. Þetta er bara hindrun.“