fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Guðmundur segir Ólaf fá kaldar kveðjur: „Hefði ég haldið að Óli Jó ætti inni­stæðu“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. september 2019 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur hefur ákveðið að láta Ólaf Jóhannesson fara úr starfi sem þjálfari liðsins, félagið hefur staðfest að rætt sé við aðra menn.

Heimir Guðjónsson er lang líklegastur til að taka við og heimildarmenn 433.is, tala um að það sé svo gott sem klárt. Heimir er að klára annað tímabil sitt með HB í Færeyjum og vill koma heima.

Ólafur fær því rauða spjaldið eftir fimm ár hjá Val, hann vann fjóra stóra titla fyrstu fjögur árin. Eitt slæmt tímabil kostar hann starfið.

,,Flest bend­ir til þess að Ólaf­ur Jó­hann­es­son yf­ir­gefi brúna á Hlíðar­enda og fái þar með kald­ar kveðjur frá Vals­mönn­um þrátt fyr­ir góða upp­skeru á und­an­förn­um árum. Und­ir stjórn Óla hef­ur Val­ur orðið Íslands­meist­ari í tvígang og bikar­meist­ari jafn oft,“ sagði Guðmundur Hilmarsson í bakverðinum í Morgunblaðinu í dag.

,,Tíma­bilið hjá Val í ár hef­ur verið skraut­legt í meira lagi og ár­ang­ur­inn væg­ast sagt slak­ur. Að sjálf­sögðu ber þjálf­ar­inn mikla ábyrgð á gengi liðsins og leik­manna­kaup­um fyr­ir tíma­bilið, sem reynd­ust slæm í flest­um til­fell­um.“

,,Eft­ir eitt slakt tíma­bil hefði ég haldið að Óli Jó ætti inni­stæðu fyr­ir því að halda áfram en for­ráðamenn Vals virðast vera á þeirri skoðun að tími hans sé liðinn. Þeir hafa þegar rætt við Heimi Guðjóns­son, þjálf­ara HB í Fær­eyj­um, og hver veit nema hann feti í fót­spor síns gamla læri­meist­ara eins og hann gerði hjá FH.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Dýrmætur sigur Tottenham

England: Dýrmætur sigur Tottenham
433Sport
Í gær

Garner aftur til United?

Garner aftur til United?
433Sport
Í gær

Voru fréttirnar af Gylfa forsmekkurinn af því sem koma skal? – „Mjög dularfullar ákvarðanir“

Voru fréttirnar af Gylfa forsmekkurinn af því sem koma skal? – „Mjög dularfullar ákvarðanir“
433Sport
Í gær

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea
433Sport
Í gær

Mbappe mætti í treyju fyrrum liðsfélaga

Mbappe mætti í treyju fyrrum liðsfélaga