Það er búið að kæra og finna árásarmennina tvo sem réðust að Mesut Özil og Sead Kolasinac, leikmönnum Arsenal í júlí.
Þetta var staðfest í kvöld en mennirnir tveir réðust að Özil sem sat í bifreið sinni eftir hádegismat með Kolasinac.
Mennirnir voru vopnaðir hnífum en hugrakkur Kolasinac fældi þá í burtu með aðeins hnefunum.
Ashley Smith og Jordan Northover hafa verið handteknig en annar þeirra er þrítugur og hinn 26 ára gamall.
Báðir aðilar eiga yfir höfði sér refsingu en hversu hörð hún er á eftir að koma í ljós.