Valur í Pepsi Max-deild karla hefur rætt við Heimi Guðjónsson um að taka við liðinu.
Frá þessu greinir Mbl.is í kvöld en Heimir er sterklega orðaður við heimkomu eftir dvöl í Færeyjum.
Ljóst þykir að Ólafur Jóhannesson verði ekki áfram með Val eftir fimm ár við stjórnvölin.
Heimir er þjálfari HB í færeysku úrvalsdeildinni og fagnaði bikarmeistaratitlinum þar í landi á dögunum.
Ekkert hefur fengist staðfest en Valur er talið hafa áhuga á að ráða Heimi sem var áður hjá FH.