Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, segir að það sé ekki hægt að bera hann saman við Lionel Mess, leikmann Barcelona.
Messi var í gær kosinn besti leikmaður heims en verðlaunaafhending FIFA fór fram.
Messi hafði betur í baráttunni við Van Dijk og portúgölsku goðsögnina Cristiano Ronaldo.
,,Fólkið sem kaus komst að niðurstöðu og maður þarf að sætta sig við það,“ sagði Van Dijk við blaðamenn.
,,Það er bara þannig og sem leikmenn þá er ekki hægt að bera mig saman við Messi því við erum allt öðruvísi. Ég er stoltur af því að vera hérna.“