Danski miðilinn BT, segir frá því að Orri Steinn Óskarsson leikmaður Gróttu hafi skrifað undir hjá stórliðinu, FCK.
Orri Steinn er 15 ára gamall en hann skoraði fyrsta mark Gróttu þegar liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max-deild karla á laugardag. Óskar Hrafn Þorvaldsson, faðir hans er þjálfari Gróttu.
Orri er fæddur árið 2004 en hann skoraði eitt mark í 14 leikjum í næst efstu deild hér á landi í sumar.
BT í Danmörku segir að Orri Steinn hafi hafnað Arsenal til að ganga til liðs við FCK en FC Nordsjælland í Danmörku, vildi einnig fá hann.
Orri hefur spilað fyrir U15 og U16 ára landslið Íslands og er gríðarleg efni.