fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Áttu sér stað í brekk­unni á Þjóðhátið: Gunnar Heiðar ósáttur – „Leiðin­legt fyr­ir bæði mig og fjöl­skyldu mína“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. september 2019 13:24

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, fyrrum framherji ÍBV hefur ekki fengið neitt símtal þess efnis að taka við karlaliði félagsins. ÍBV leitar að nýjum þjálfara en Gunnar virðist ekki á lista. Hann ræðir málið við Morgunblaðið.

Gunnar hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna í Eyjum en lítil fótur virðist vera fyrir þeim sögusögnum. ÍBV er fallið úr Pepsi Max-deild karla.

,,Ef ég á að vera al­veg hrein­skil­inn þá veit ég satt best að segja ekki hvaðan þess­ar sögu­sagn­ir koma. Það hef­ur aldrei verið haft sam­band við mig af hálfu for­ráðamanna ÍBV og ég held í al­vör­unni að þessi umræða hafi sprottið upp eft­ir ein­hverj­ar fá­rán­leg­ar umræður sem áttu sér stað í brekk­unni á Þjóðhátið. Þaðan hef­ur aldrei komið áreiðan­leg heim­ild,“ sagði Gunnar Heiðar nokkur reiður við Morgunblaðið.

Umræðan um endurkomu Gunnars Heiðars byrjaði í hinum vinsæla hlaðvarpsþætti, Dr. Football. Hann kallar eftir meiri metnaði í fréttamennsku.

„Með fullri virðingu fyr­ir ykk­ur blaðamönn­um þá er sé ég ekki mik­inn metnað í því að pikka bara upp ein­hver um­mæli í ein­hverj­um hlaðvarpsþætti eða sem ein­hver skrif­ar á Twitter og ætla svo að halda því fram að það sé ein­hver frétt. Í mínu til­felli þá var nafn mitt dregið inn í ein­hverja umræðu og sá eini sem hef­ur þurft að svara fyr­ir þetta er ég sjálf­ur. Það hef­ur verið leiðin­legt fyr­ir bæði mig og fjöl­skyldu mína að svara fyr­ir þetta á meðan þeir sem hentu þessu fram á sín­um tíma kom­ast í raun bara upp með að bulla og bulla án þess að þurfa svara eitt­hvað sér­stak­lega fyr­ir það. Þetta er ekki merki­leg frétta­mennska finnst mér og í raun bara óá­byrgt,“ sagði Gunn­ar Heiðar í sam­tali við mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mætir einn í vinnuna og fær ekki að hitta vini sína

Mætir einn í vinnuna og fær ekki að hitta vini sína
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vandræðaleg byrjun hjá Ten Hag – Rassskelltir af táningum frá Brasilíu

Vandræðaleg byrjun hjá Ten Hag – Rassskelltir af táningum frá Brasilíu
433Sport
Í gær

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm
433Sport
Í gær

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Í gær

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir