Ágúst Gylfason, var í gær rekinn úr starfi sem þjálfari Breiðabliks. Tíðindin komu honum á óvart en þegar hann sest niður með reiknivélina, þá kemur það kannski ekki á óvart. Í tæpa tvo mánuði hafa sögurnar farið hátt, um að þetta yrði niðurstaðan.
Ágúst sem lætur af störfum klukkan 15:50 á laugardag hefur þjálfað Blika í tvö ár með fínum árangri. Liðið hefur náð 2 sætinu, í Pepsi Max-deild karla bæði árin.
,,Þessi tíðindi komu mér á óvart, fyrst og fremst er ég ósáttur með að fá ekki að taka þátt í þeirri vegferð sem félagið er að fara í. Ég var mjög svekkur, starfið sem við höfum unnið síðustu tvö ár hefur verið gott. Að koma liðinu í Evrópukeppni tvö ár í röð, fara í bikarúrslit og undanúrslit í bikar. Miðað við árin á undan þá er það gott, það var högg að fá þessar fréttir. Ég bjóst við því að vera að fara skrifa undir nýjan samning, stjórn og meistaraflokksráð tóku þessa ákvörðun. Þau treystu mér ekki fyrir að halda starfinu áfram,“ sagði Ágúst þegar 433.is ræddi við hann í dag.
Ágúst hefur í nokkrar vikur þurft að svara fyrir um framtíð sína, hann segist sjá betur í dag af hverju.
,,Auðvitað hafði öll þessi umræða áhrif, fyrsta spurning eftir sigurleiki var oftar enn ekki á þá leið, um hvort ég yrði áfram. Mér fannst það einkennilegt, en þegar maður leggur 2 og 2 saman í dag. Þá sér maður betur, af hverju þessar spurningar komu. Það var greinilega meira talað um þetta en maður vissi sjálfur. Ég er sáttur með mitt starf, hvernig við unnum úr þessu öllu. Þjálfarateymið, leikmennirnir og stuðningsmenn. Að ná þessu 2 sæti í ár, miðað við leikmannaveltu og fleira er gott. Fjölmiðlamenn vita alveg hvernig þessa leikmannavelta hefur verið, það hefur þurft að koma nýjum mönnum inn í stöðurnar. Það er hlutverk þjálfarans og það skilaði 2 sæti.“
Ekki nein útskýring:
Breiðablik var á vondum stað þegar Ágúst var ráðinn til starfa, Arnar Grétarsson var þá rekinn skyndilega úr starfi og Milos Miljovecic tók við starfinu í stutta stund. ,,Kannski var það minn tilgangur að koma ró á félagið og svo tæki annar maður við. Þegar allt liti vel út hjá félaginu, það var kannski bara mitt starf að koma Breiðablik aftur á rétta braut.“
Ágúst segist ekki hafa fengið neina útskýringu frá stjórn Breiðabliks, af hverju hann fékk ekki að halda starfinu áfram.
,,Ég fékk enga útskýringu, ég fékk ekkert að gera með þær skipulagsbreytingar sem félagið ætlar í. Ég er svekktur að fá að vera ekki með puttana í í því. Mér fannst ég eiga það skilið en það er stjórnin og meistaraflokksráð sem tekur þessa ákvörðun. Ég breyti engu úr þessu.“
Gengur stoltur frá borði:
Ágúst gengur stoltur frá starfi sínu í Kópavogi, hann telur sig hafa unnið vel úr þeim verkfærum sem hann hafði. Mikið af leikmönnum voru seldir erlendis, þar af þrír eftir að þetta tímabil fór af stað.
,,Blikar segja við mig að ég geti gengið stoltur frá borði og ég geri það. Þetta var frábær tími, Breiðablik er frábært félag. Þetta er mjög gott félag og heilbrigt, þeir standa við laun og annað í þeim dúr. Frábær leikmannahópur, ég er búinn að þjálfa einhverja 40 leikmenn á tveimur árum, það segir mikið um veltuna á leikmönnum. Allt teymið í kringum félagið, Blikar TV og fleira. Þetta er klúbbur af bestu gerð, ég óska Blikum góðs gengis í framtíðinni.“
,,Það er minn karakter að vilja klára leikinn gegn KR. Klára mitt, þrjár æfingar og leikur gegn KR. Enda tímabilið vel. Við förum í bikarúrslit, undanúrslit í bikar og tökum 2 sætið, tvö ár í röð. Í fyrra áttum við möguleika á titlinum í síðustu umferð en KR kláraði þetta vel núna. Auðvitað hefði maður viljað einn titil og það lítur út fyrir að Breiðabliki vilji meira, ég geng sáttur frá borði.“
Vonar að síminn hringi:
Ágúst hefur ekki fengið neitt tilboð eftir að hann var rekinn í gær, hann vonar að það komi.,,Ég menn skilji það í boltanum að þegar þú færð ekki áframhaldanandi samning, að gefa þá mönnum einhverja daga til að koma til baka. Að menn séu ekki að hringja núna og bjóða eithvað, ég virði þannig vinnubrögð. Ég vona að það séu lið sem taki símann upp og vilji fá mig til starfa.“