fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Er brottrekstur Ágústar eðlilegur eða ósanngjarn? – Málið krufið

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. september 2019 09:41

Ágúst Gylfason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom á óvart en samt ekki þegar Breiðablik tilkynnti í gær að búið væri að reka Ágúst Gylfason úr starfi, sem þjálfara karlaliðs félagsins. Tíðindin koma á óvart þegar árangur hans í starfi er skoðaður, sögusagnir um að hann yrði rekinn hafa hins vegar verið á lofti í fleiri vikur, sökum þess koma tíðindin ekki á óvart.

Ágúst er að klára sitt annað tímabil með Blikum, hann lætur af störfum eftir leikinn gegn KR á laugardag. Ágúst hefur tryggt Blikum, annað sætið í Pepsi Max-deildinni, tvö ár í röð. Stöðugleiki í Kópavogi en leikmenn og stjórn vildu meira.

Mörgum þykir illa fari með Ágúst þarna, Blikar vildu vinna titil í ár en saga félagsins í karlaflokki er ekki slík að hægt sé að krefjast þess. Þannig hefur félagið aðeins tvisvar unnið titil í karlaflokki, það var árið 2009 og 2010 undir stjórn Ólafs Kristjánssonar.

Blikar telja hins vegar að til að liðið taki næsta skref í átt að titli, sé Ágúst ekki fær um að fara með félagið þangað en hvaða ástæður eru fyrir því?

Leikplan undir stjórn Ágústar
Samkvæmt heimildum 433.is eru bæði leikmenn og þeir sem standa í kringum félagið, á því að taktísk hæfni Ágústar hafi verið ábótavant, lítið leikplan hafi verið í gangi. Leikmenn og fólk í kringum liðið telja að með þennan mannskap eigi liðið ekki að vera 11 stigum á eftir Íslandsmeisturum, KR.

Sækja eldri menn sem gerðu lítið
Samkvæmt heimildum 433.is er líka ósætti með það innan Breiðabliks að Ágúst hafi sótt eldri leikmenn sem lítið hafa gert fyrir liðið. Breiðablik er með mikið magn af efnilegum piltum og sú staðreynd að Ágúst sótti Þórir Guðjónsson, Guðmund Böðvar Guðjónsson og Arnar Svein Geirsson, hefur ekki farið vel í alla. Þeir sem starfa í kringum liðið telja að þeir hafi litlu við bætt, frekar hefði átt að brúka unga og efnilega leikmenn félagsins. Í þessu tilviki hefði mátt nota nokkrar miljónir á ári í annað, fremur en eldri menn sem litlu hafa bætt við.

Halda öllum góðum og agaleysi
Samkvæmt heimildum 433.is hefur það búið til pirring í leikmannahópi Breiðabliks að Ágúst hefur viljað halda öllum góðum, hann hefur reynt að gefa öllum tækifæri í byrjunarliðinu sama hvort það gangi vel eða illa. Leikmenn liðsins tala um að það hafi vantað að finna besta byrjunarliðið og keyra á því, stöðuleiki í stuttu Íslandsmóti getur verið stór lykill að árangri. Með þessu er Ágúst sagður hafa viljað halda öllum góðum. Þá er talað um hálfgert agaleysi, sumir leikmenn fá að fara langt yfir það sem telst eðlilegt, án þess að þeim sé refsað fyrir.

Aron Bjarnason var einn af þeim lykilmönnum sem Ágúst missti.

En vann ekki Ágúst bara kraftaverk?
Frá því að Ágúst tók til starfa hefur félagið selt út haug af leikmönnum, bara frá því að þetta tímabil hófst hefur stjórn Breiðabliks selt þrjá lykilmenn. Jonathan Hendricx, Aron Bjarnason og Kolbeinn Þórðarson hafa farið frá því að tímabilið hófst. Ofan á bætist að Davíð Kristján Ólafsson, Willum Þór Willumsson, Oliver Sigurjónsson og Gísli Eyjólfsson fóru eftir síðustu leiktíð en Gísli snéri aftur um mitt sumar.

Það má því færa góð rök fyrir því að Ágúst hafi unnið hálfgert kraftaverk að halda sjó með liðið, þrír lykilmenn teknir frá honum á miðju sumri þegar liðið gat orðið Íslandsmeistari. Ekki hefur tekist að ná í Ágúst í morgun til að fara yfir málið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Ágúst er nú orðaður við þjálfarastarfið hjá Val, ásamt Heimi Guðjónssyni. Þar var hann áður leikmaður og þekkir félagið út og inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Neitar að framlengja í Sádi og gæti verið á förum í sumar

Neitar að framlengja í Sádi og gæti verið á förum í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn

Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu
433Sport
Í gær

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum
433Sport
Í gær

Baunar á Carragher og segir gagnrýnina óskiljanlega – ,,Hann var það heppinn að fæðast í Liverpool“

Baunar á Carragher og segir gagnrýnina óskiljanlega – ,,Hann var það heppinn að fæðast í Liverpool“
433Sport
Í gær

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann
433Sport
Í gær

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta