Jose Mourinho hefur svarað þeim sögusögnum um að hann sé á leið aftur til Real Madrid.
Það er talið að Zinedine Zidane sé undir pressu þessa stundina eftir ansi hægt gengi í byrjun tímabils.
Mourinho harðneitar því að hann sé að snúa aftur og vonar að Zidane komi hlutunum í lag.
,,Þeir eru í þriðja eða fjórða sæti er það ekki? Þeir eru nálægt toppnum,“ sagði Mourinho.
,,Það er alls ekki slæmt ef þú horfir á heildarmyndina. Ef þú horfir á töfluna þá eru þeir þarna uppi.“
,,Nú spila þeir við Sevilla og ef þeir vinna þá fara þeir yfir þá. Barcelona er fyrir aftan þá og Atletico er stigi á undan.“
,,Ég vil ekki snúa aftur því þeir eru með stjóra og ég get ekki stýrt liði sem er nú þegar með þjálfara.“
,,Ég væri til í að hlutirnir myndu enda vel og að allt verði lagað.“