fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Hvaða lið er þetta sem skellti þýsku risunum í kvöld? – Ótrúleg saga

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 21:57

Heimavöllur liðsins - Lavanttal-Arena.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart í kvöld þegar Borussia Monchengladbach tapaði gegn frekar óþekktu austurrísku liði í Evrópudeildinni.

Gladbach hefur lengi verið eitt öflugasta lið Þýskalands en þrátt fyrir fáa meistaratitla er liðið yfirleitt ofarlega á hverju tímabili.

Gladbach hafnaði í 5. sæti Bundesligunnar á síðustu leiktíð og tryggði sér þar með farseðilinn í Evrópukeppni.

Það bjuggust nánast allir við þægilegum sigri Gladbach í kvöld gegn liði sem heitir Wolfsberger AC.

Wolfsberger endaði í 3. sæti í Austurríki á síðustu leiktíð og komst í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögunni.

Heimavöllur liðsins tekur aðeins 7,300 manns í sæti en félagið var lengi í neðri deildunum.

Wolfsberger er einmitt frá borginni Wolfsberg í Austurríki en þar búa rúmlega 25 þúsund manns.

Wolfsberger tryggði sæti sitt í efstu deild Austurríkis í fyrsta sinn árið 2012 og hafnaði þá í 5. sæti efstu deildar.

Það eru fáar stjörnur á mála hjá liðinu en aðeins sex leikmenn koma frá öðru landi en Austurríki.

Þrátt fyrir að vera með mun veikara lið þá vann Wolfsberger stórkostlegan 4-0 sigur á Gladbach sem eru ein óvæntustu úrslit síðari ára. Líkurnar á að það myndi gerast voru 200 gegn 1 hjá veðbönkum.

Maður að nafni Mario Leitgeb skoraði tvennu fyrir liðið en hann er 31 árs gamall miðjumaður og hefur aldrei spilað landsleik fyrir Austurríki.

Það er aðeins einn leikmaður í liðinu sem á að baki landsleik fyrir Austurríki og það er hinn 33 ára gamli Michael Liendl. Hann spilaði einn leik árið 2014.

Liendl er þó þekktur í landinu og gerði það einnig gott með Fortuna Dusseldorf í Þýskalandi sem og 1860 Munchen.

Stjóri liðsins er hinn 42 ára gamli Gerhard Struber sem var áður aðstoðarþjálfari RB Salzburg og stoppaði einnig hjá FC Liefering.

Það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim austurrísku á tímabilinu en liðið var aðeins 30 prósent með boltann í leik kvöldsins og vann samt sem áður, 4-0 sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Efnilegur leikmaður frá FH í Val

Efnilegur leikmaður frá FH í Val
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Theodór Elmar hættur hjá KR

Theodór Elmar hættur hjá KR
433Sport
Í gær

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Í gær

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu