fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. september 2019 05:55

Alan Naiman. Mynd:Facebook / WFMY News 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir kjósa að halda sig út af fyrir sig og lifa lífi sínu án mikilla samskipta við aðra.  Alan Naiman, félagsráðgjafi, var einmitt þannig. Hann hitti að vonum margt fólk í vinnu sinni sem félagsráðgjafi í Washington í Bandaríkjunum. Fáir þekktu hann vel, hann var ókvæntur og átti ekki börn. Þeir fáu sem hann umgekkst utan vinnu vissu ekkert um ótrúlegt leyndarmál hans.

Vinir og samstarfsmenn hans vissu að hann var ótrúlega sparsamur. Hann gerði við skó sína með límbandi og ef hann fór á veitingastað þá var það ódýr skyndibitastaður sem varð fyrir valinu. Hann eyddi ekki fé að óþörfu. Hann reyndi alltaf að komast eins ódýrt og hann gat frá öllum útgjöldum og keypti bara mat og fatnað á tilboðum. Auk þess tók hann oft aukavinnu til að verða sér úti um meira fé og stundum var hann í þremur störfum í einu.

Alan við bílinn sinn. Mynd:Facebook / WFMY News 2

Sem félagsráðgjafi vissi hann vel hversu erfitt lífið getur verið fyrir mörg börn. Hann átti einnig þroskaheftan bróður. Hann talaði ekki oft um hann. Fáir vissu að á yngri árum sínum hafði Alan tekið fjölda fósturbarna inn á heimili sitt. En það voru einmitt bróðir hans og fósturbörnin sem voru ástæðan fyrir sparsömu lífi hans. Þegar bróðir hans lést árið 2013 ákvað Alan þó að leyfa sér að kaupa sér sportbíl.

Sjálfur lést hann snemma á síðasta ári aðeins 63 ára að aldri og þá komst upp um leyndarmál hans.

Þá kom í ljós að honum hafði tekist að leggja 11 milljónir dollara til hliðar áður en hann lést. Hann var með ákveðnar hugmyndir um hvað átti að gera við peningana því hann hafði eyrnamerkt þá til ýmissa samtaka sem aðstoða börn sem eiga erfitt á ýmsum sviðum lífsins. Sumum þessara samtaka tengdist hann ekki á neinn hátt en þau fengu samt sem áður háar fjárhæðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru