fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
433Sport

Eru íslenskir fjölmiðlar allt of neikvæðir? Aron Einar svarar: „Berum virðingu fyrir öllu á Íslandi“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. september 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands var í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. Þar ræddi hann lífið í Katar þar sem hann leikur fyrir Al-Arabi.

Aron fluttist til Katar ásamt fjölskyldu sinni í sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hann ræddi íslenska landsliðið einnig í viðtalinu.

Þar var hann spurður um leikinn gegn Albaníu í síðustu viku og umræðuna eftir hann. ,,Finnst þér fjölmiðlar á Íslandi alltof neikvæðir?,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason, en Ísland tapaði gegn Albaníu á útivelli.

Aron var fljótur að svara. ,,Nei, nei, alls ekki. Þeir hafa stutt við bakið á okkur, eins og við höfum gefið þeim tíma. Við berum mikla virðingu fyrir öllu því sem er í gangi á Íslandi.“

Aron segir það hluta af því að vera í fremstu röð að fá hrós og gagnrýni. ,,Það er hluti af því að vera í sviðsljósi, þegar það gengur illa þá kemur gagnrýni. Þegar það gengur vel, þá færðu hrós. Það er hluti af því sem við erum að gera.“

Viðtalið við Aron byrjar eftir tæpar 50 mínútur hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seldi 70 þúsund treyjur á einum degi

Seldi 70 þúsund treyjur á einum degi
433Sport
Í gær

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni
433Sport
Í gær

Hættur að fylgja kærustunni á samskiptamiðlum – Viðurkenndi vandamál fyrr á árinu

Hættur að fylgja kærustunni á samskiptamiðlum – Viðurkenndi vandamál fyrr á árinu
433Sport
Í gær

Hafnar því að snúa aftur í úrvalsdeildina

Hafnar því að snúa aftur í úrvalsdeildina