fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Ívar var tekinn af lífi í gær: Þorsteinn undrandi – ,,Ég myndi sjálfur vera efins um mitt ágæti“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. september 2019 21:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna, ræddi dómarann Ívar Orra í kvöld eftir leik við Val.

Ívar Orri var í umræðunni í gær en hann rak þá Pétur Viðarsson af velli í úrslitaleik FH og Víkings R. í bikarnum.

Sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd en nú degi seinna var Ívar mættur á flautuna í mikilvægum leik í kvennaflokki sem endaði 1-1.

Blikar vildu fá vítaspyrnu í leik kvöldsins en Þorsteinn er með útskýringu á af hverju það gerðist ekki.

,,Við vorum betri aðilinn í leiknum en fótbolti snýst um að skora mörk og við áttum í basli með það í dag,“ sagði Þorsteinn.

,,Mér fannst þetta vera víti þegar ég sá þetta og svo sögðu allir við mann að þetta hafi verið vítið, þeir sem hafa skoðað þetta fram og til baka.“

,,Dómarinn sér þetta öðruvísi en ég hefði ekki búist við því að Ívar Orri tæki erfiða á kvörðun eftir gærdaginn. Eftir að hafa verið tekinn af lífi í fjölmiðlum fyrir að gefa rautt spjald. Ég held að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann. Hann vildi ekki taka stóra ákvörðun í dag.“

,,Þetta myndi hafa áhrif á mig sem leikmann ef ég væri tekinn af lífi í fjölmiðlum. Það myndi hafa áhrif á mig á vellinum og ég efast ekki um að þetta hafi áhrif. Ég er ekki að saka hann að vera óhliðhollur en pressan sem hann var í, hann dæmdi í gær og gaf rautt spjald. Þú ert tekinn og hakkaður í spað af öllum þeim sem hafa komið að leiknum. Þér líður ekki vel. Ég myndi sjálfur vera efins um mitt ágæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hinn bráðefnilegi Valdimar Arnar skrifar undir hjá Fredrikstad – Skoraði 34 mörk í sumar

Hinn bráðefnilegi Valdimar Arnar skrifar undir hjá Fredrikstad – Skoraði 34 mörk í sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kane tjáir sig um orðrómana

Kane tjáir sig um orðrómana
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal