fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433

United vill skipta á leikmönnum við Real

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. september 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætlar að reyna að skipta á leikmönnum við Real Madrid á næsta ári.

Það er þýska blaðið Bild sem greinir frá þessu en United hefur áhuga á að fá miðjumanninn Toni Kroos.

Kroos hefur verið hjá Real í fimm ár en hann kom til félagsins frá Bayern Munchen.

Real hefur áhuga á að fá Paul Pogba í sínar raðir og gæti verið reiðubúið að skipta við United á leikmönnum.

Óvíst er hvort Kroos vilji spila á Old Trafford en Pogba er meira en opinn fyrir því að fara til Spánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt