fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433

Reyndi að fá Van Dijk: ,,Ég átti ekki möguleika“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. september 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Bruce, stjóri Newcastle, reyndi að fá varnarmanninn öfluga Virgil van Dijk á sínum tíma.

Það var þegar Van Dijk spilaði með Celtic en hann samdi síðar við Southampton og svo Liverpool.

Bruce var stjóri Hull á þessum tíma en honum tókst ekki að krækja í Hollendinginn.

,,Virgil van Dijk, vá, þvílíkur leikmaðu. Við vitum allir hversu gott Liverpool er fram á við,“ sagði Bruce.

,,Að fá hann og markvörðinn Alisson var hins vegar hryggurinn sem liðið þurfti, þeir komust á næsta stig.“

,,Ég hefði getað tekið hann til Hull. Ég snæddi með Kenny Dalglish og eiganda Celtic.“

,,Hann sagði mér að Henrik Larsson væri besti leikmaður sem hann hefði séð hjá Celtic en hann skildi ekki af hverju ekkert lið reyndi við Van Dijk.“

,,Ég reyndi að fá hann áður en hann samdi við Southampton en ég átti ekki möguleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt