Dani Alves fékk tækifæri á að snúa aftur til bæði Juventus og Barcelona í sumar.
Alves greindi sjálfur frá þessu í dag en hann gerði upphaflega garðinn frægan með spænska stórliðinu.
Hann ákvað að fara heim til Brasilíu á endanum og gerði samning við Sao Paulo þar í landi.
,,Ég var með tækifæri á að snúa aftur til Juventus og Barcelona – ég vildi fara þangað,“ sagði Alves.
,,Ég tók ekki ákvörðunina í flýti. Ég hugsaði hvað félögin myndu gefa mér. Hvernig mun þessi staður gera mig að betri manneskju? Hvernig gerir hann mig að betri atvinnumanni?“