Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, er að snúa aftur í starf eftir langt og gott frí.
Wenger hefur verið án starfs síðan sumarið 2018 er hann kvaddi Arsenal eftir mörg, mörg ár hjá félaginu.
Nú er fullyrt að Wenger sé að taka að sér starf hjá FIFA og verður það kynnt á næstu dögum.
Wenger verður einhvers konar tæknilegur ráðgjafi hjá FIFA, eitthvað sem hann hefur ekki sinnt áður.
Talið var að Wenger myndi snúa aftur á völlinn en hann hefur ákveðið að reyna fyrir sér í nýju starfi.