Rafael van der Vaart, fyrrum leikmaður Tottenham, neitar því að Virgil van Dijk eigi skilið að fá Ballon d’Or verðlaunin.
Ballon d’Or verðlaunin verða afhent besta leikmanni heims í lok árs og kemur Hollendingurinn til greina.
Van der Vaart segir að hann eigi þau þó ekki skilið á undan Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.
,,Hann er ekki besti leikmaður heims þó að hann sé sérstakur,“ sagði Van der Vaart.
,,Messi og Ronaldo eru bestu leikmenn heims en þú getur ekki borið saman varnarmenn og sóknarmenn.“