Dani Ceballos, leikmaður Arsenal, hefur aldrei spilað við betra lið á ferlinum en Liverpool.
Liverpool vann Arsenal örugglega 3-1 í síðasta mánuði en liðið mun líklega berjast um Manchester City um titilinn.
Ceballos er ný mættur til Englands og hefur aldrei séð eins spilamennsku áður.
,,Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt sem ég sá á Anfield,“ sagði Ceballos við the Guardian.
,,Ég hef aldrei séð lið sem spilar betur og pressar svona og hvernig stuðningsmennirnir hvetja þá áfram.“
,,Þú getur varla andað. Þú eyðir svo miklum tíma í að verjast og þegar þú vilt boltann, vilt anda þá eru þeir í andlitinu á þér.“