fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
433

Óli finnur til með Kára: ,,Væri að ljúga ef ég segi að það skipti engu máli“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 18:04

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson og félagar í FH spila risaleik um helgina en liðið mætir þá Víkingi Reykjavík í úrslitum bikarsins.

Það hefur vantað titlana í FH síðustu ár en félagið á möguleika á að ná í einn gegn Víkingum á laugardag.

Boltinn hér heima er að fara af stað á ný eftir landsleikjahlé en íslenska landsliðið spilaði í gær.

,,Það var vitað að það kæmi þetta hlé og ef við hefðum ekki verið á góðu rönni hefði verið ágætt að fá tíma til að pússa eitthvað saman,“ viðurkennir Óli.

,,Það hefði verið helvíti fínt ef það hefði verið styttra í leikinn en það þýðir ekkert að kvarta yfir því.“

,,Færeyjingarnir komu á mánudaginn og þeir sem voru með U21 voru hér heima og æfðu í gær. Það voru engin stór ferðalög.“

,,Það er aldrei alveg meiðslalaust. Hjörtur Logi er að skríða saman og Cedric og Atli Guðna fengu smá hnjask.“

Ólafur segir að það sé mikilvægt að menn mæti til leiks um helgina með það markmið að vinna leikinn.

,,Krafan er sú að við mætum þannig í leikinn að það sjáist að við ætlum að vinna hann. Hvað gerist í leiknum er annar hlutur.“

,,Það er bara þannig hjá FH að þegar það kemur að úrslitum og öllum mótum að þá vilja menn vinna þannig að ég held að það sé engin krafa sem er sett af mér.“

Hann hrósar þá einnig Víkingsliðinu og Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara þess. Einnig spurðum við Óla út í meiðsli Kára Árnasonar en hann spilar líklega ekki vegna meiðsla.

,,Arnar má eiga það að hann hefur búið til lið þar sem er eitthvað munstur og maður sér hvað er að gerast. Það er fullt af frískum, hröðum og teknískum leikmönnum. Þeir eru með solid grunn.“

,,Einstaklingsgæðin eru töluverð og það eru strákar þarna sem hafa farið út og vilja gera það aftur. Það er ekki langt í það ef þeir spila eins og þeir hafa verið að spila.“

,,Ég væri að ljúga því ef maður teldi það ekki skipta neinu máli. Kári hefur verið frábær. Maður finnur samt til með leikmanni sem er kominn á þennan aldur og er að fara í bikarúrslit og svo spilar ekki. Víkingarnir munu leysa það og stíga upp. Fyrir okkur skiptir öllu máli að hugsa ekki um að það geri verkefnið auðveldara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Isak vill fara frá Newcastle

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ten Hag sagður vilja Sterling

Ten Hag sagður vilja Sterling
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hólmbert Aron að semja við lið í Suður Kóreu

Hólmbert Aron að semja við lið í Suður Kóreu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tjáir sig um dramatíkina sem átti sér stað í sumar – ,,Ég ætla bara að faðma hann“

Tjáir sig um dramatíkina sem átti sér stað í sumar – ,,Ég ætla bara að faðma hann“
433Sport
Í gær

Hefur hafnað tveimur liðum en hafnar hann Manchester United?

Hefur hafnað tveimur liðum en hafnar hann Manchester United?
433Sport
Í gær

Ekitike orðinn leikmaður Liverpool

Ekitike orðinn leikmaður Liverpool
433Sport
Í gær

Sambandinu sagt vera lokið eftir að hann hafnaði bónorði hennar – ,,Gatlið hversu mikið áreiti ég hef fengið frá fullorðnum mönnum“

Sambandinu sagt vera lokið eftir að hann hafnaði bónorði hennar – ,,Gatlið hversu mikið áreiti ég hef fengið frá fullorðnum mönnum“
433Sport
Í gær

Ten Hag bannar Xhaka að fara

Ten Hag bannar Xhaka að fara
433Sport
Í gær

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu