fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Á meðan þjóðin hjólaði í Hjört stóð Birkir með honum: „Stolt af hugarfari hans“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið spilaði mikilvægan leik í undankeppni EM í gær en við lékum gegn Albaníu. Ísland byrjaði leikinn afar illa og áttu Albanar fyrri hálfleikinn skuldlaust og leiddu 1-0 í leikhléi.

Snemma í síðari hálfleik jafnaði Gylfi Þór Sigurðsson metin fyrir Ísland eftir varnarmistök heimamanna. Ekki löngu seinna var staðan orðin 2-1 fyrir Albaníu en Elseid Hysaj skoraði stuttu eftir mark Gylfa. Kolbeinn Sigþórsson var þá kynntur til leiks hjá Íslandi og jafnaði metin með sinni fyrstu snertingu – frábær innkoma.

Á 79. mínútu þá skoraði svo Odise Roshi þriðja mark Albana en hann átti skot sem fór í Kára Árnason og þaðan í netið. Sokol Cikalleshi kláraði svo dæmið fyrir heimamenn stuttu seina og lokastaðan, 4-2 fyrir Albönum. Úrslitin því alls ekki góð fyrir Ísland sem er nú þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum í riðlinum.

Hjörtur Hermansson, hægri bakvörður liðsins fékk talsvert að heyra það eftir leik. Hann átti ekki sinn besta dag í bakverðinum en aðrir léku einnig illa.

Birkir Már Sævarsson hafði átt stöðuna í mörg ár en Hjörtur hefur spilað síðustu fjóra leiki. Birkir var ekki einn af þeim sem bölvaði Hirti.

,,Ég veit um einn sem ekki talaði niðrandi um leik Hjartar í kvöld. Sá réttlætti og útskýrði ákvarðanir og staðsetningar, sem landsmenn virtust afar ósáttir við hjá bakverðinum, aftur og aftur fyrir viðmælendum sínum yfir leiknum og eftir hann. Stolt af hugarfari Birkis,“
skrifar eiginkona hans, Stebba Sigurðardóttir á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hinn bráðefnilegi Valdimar Arnar skrifar undir hjá Fredrikstad – Skoraði 34 mörk í sumar

Hinn bráðefnilegi Valdimar Arnar skrifar undir hjá Fredrikstad – Skoraði 34 mörk í sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kane tjáir sig um orðrómana

Kane tjáir sig um orðrómana
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal