fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433

3.deild: Vængirnir eiga ekki möguleika

Victor Pálsson
Sunnudaginn 8. september 2019 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vængir Júpíters eiga ekki möguleika á að komast upp í 2.deild karla eftir leik við KF í 20. umferð í dag.

Vængirnir þurftu að sigra á Fjölnisvelli en leiknum við KF lauk með 2-2 jafntefli þar sem spennan var mikil.

Alexander Már Þorláksson raðar inn mörkum fyrir KF og hann gerði bæði fyrir KF í jafnteflinu.

Einnig fengu þrír leikmenn rautt spjald í leiknum en Vængirnir tryggðu jafntefli á 90. mínútu með tíu menn á vellinum gegn níu hjá KF.

Höttur/Huginn og Sindri áttust þá við en þeim leik lauk með 3-1 sigri heimamanna sem eru um miðja deild.

Vængir Júpíters 2-2 KF
0-1 Alexander Már Þorláksson
1-1 Brynjar Gauti Þorsteinsson
1-2 Alexander Már Þorláksson
2-2 Aron Páll Símonarson

Höttur/Huginn 3-1 Sindri
1-0 Guðjón Ernir Hrafnkelsson
2-0 Rúnar Freyr Þórhallsson
3-0 Knut Myklebust
3-1 Kristofer Hernandez

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins