Vængir Júpíters eiga ekki möguleika á að komast upp í 2.deild karla eftir leik við KF í 20. umferð í dag.
Vængirnir þurftu að sigra á Fjölnisvelli en leiknum við KF lauk með 2-2 jafntefli þar sem spennan var mikil.
Alexander Már Þorláksson raðar inn mörkum fyrir KF og hann gerði bæði fyrir KF í jafnteflinu.
Einnig fengu þrír leikmenn rautt spjald í leiknum en Vængirnir tryggðu jafntefli á 90. mínútu með tíu menn á vellinum gegn níu hjá KF.
Höttur/Huginn og Sindri áttust þá við en þeim leik lauk með 3-1 sigri heimamanna sem eru um miðja deild.
Vængir Júpíters 2-2 KF
0-1 Alexander Már Þorláksson
1-1 Brynjar Gauti Þorsteinsson
1-2 Alexander Már Þorláksson
2-2 Aron Páll Símonarson
Höttur/Huginn 3-1 Sindri
1-0 Guðjón Ernir Hrafnkelsson
2-0 Rúnar Freyr Þórhallsson
3-0 Knut Myklebust
3-1 Kristofer Hernandez