Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, ætlar einn daginn að spila fyrir tyrknenska stórliðið Fenerbahce.
Þetta segir umboðsmaðurinn Hasan Cetinkaya en hann er einnig fyrrum knattspyrnumaður.
Hazard greindi frá þessu á sínum yngri árum en hann ræddi þá við Cetinkaya er hann lék með Lille í Frakklandi.
,,Eden Hazard er gamall vinur og ég hef þekkt hann síðan hann var 15 eða 16 ára. Hann lék með Lille,“ sagði Cetinkaya.
,,Hann var með tilfinningar til Fenerbahce. Hann sagði við mig: ‘Hasan, ég mun spila fyrir Fenerbahce einn daginn.’ – við vitum ekki hvenær.“
,,Hann var 16 ára gamall þegar hann lék með Lille og ég sá hann spila gegn PSG. Jafnvel á þeim aldri þá sýndi hann hæfileikana.“