Við Íslendingar fengum næstum því draumaúrslit í kvöld er Tyrkland og Andorra áttust við í undankeppni EM.
Tyrkland er að berjast við Ísland um annað sæti riðilsins og fékk Andorra í heimsókn í kvöld.
Tyrklandi tókst að vinna 1-0 sigur og lyfti sér upp í annað sæti riðilsins með betri markatölu en Ísland.
Sigurmark Tyrkja kom ekki fyrr en á 89. mínútu leiksins og úrslitin því gríðarlega svekkjandi fyrir okkur.
Frakkland var í engum vandræðum með Albaníu á sama tíma en liðin áttust við í Frakklandi.
Kingsley Coman gerði tvö mörk fyrir Frakka í 4-1 sigri en þeir Olivier Giroud og Jonathan Ikone komust einnig á blað.