fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Aron útskýrir loksins treyjunúmerið: ,,Kannski var hann ekki að fara í slag við Sverre“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 8. september 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, hefur nú loksins opnað sig um af hverju hann klæðist treyju númer 17.

Aron hefur ávallt notað sama treyjunúmerið með landsliðinu og er það númer 17.

Bróðir hans, Arnór Þór Gunnarsson spilar með handboltalandsliðinu og nota þar sama númer og Aron.

Aron segir að 17 hafi verið húsnúmer ömmu sinnar á Ísafirði og þaðan varð þessi hefð til.

Ég ætlaði nú aldrei að segja það. Þetta var húsið ömmu á Ísafirði var númer 17 og þaðan kemur þetta eiginlega,sagði Aron við RÚV.

Arnór fékk sama númer á endanum en Aron telur að hann hefði getað reynt að redda því fyrr.

Það númer var í eigu Sverre Jakobssen í landsliðinu um tíma og gat Arnór því ekki klæðst því.

„Mér fannst hann ekki nógu kræfur að spyrjast eftir því en hann var nú að berjast við menn eins og Sverre þannig að hann var kannski ekki að fara í slag við Sverre upp á treyjunúmerið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins