fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Plús og mínus: Hamren með sigur gegn sófasérfræðingum

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 7. september 2019 17:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann mikilvægan sigur í undankeppni EM í kvöld er liðið spilaði við Moldóva.

Ísland var að vinna fjórða leik sinn í riðlakeppninni og er nú með tólf stig eftir fyrstu fimm leikina. Undankeppnin er hálfnuð.

Strákarnir komust yfir á 31. mínútu er Kolbeinn Sigþórsson skoraði með laglegu skoti innan teigs.

Í seinni hálfleik bætti Birkir Bjarnason við öðru marki Íslands og ljóst að stigin væru á leið heim. Jón Daði Böðvarsson skoraði svo  er 13 mínútur voru eftir og lokastaðan 3-0 fyrir Íslandi.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Það er gaman fyrir íslensk knattspyrnuáhugafólk að sjá Jón Daða Böðvarsson og Kolbein Sigþórsson í fullu fjöri. Þeirra fyrsti leikur saman síðan 2016 en geggjaður samleikur í fyrsta markinu, sem Kolbeinn gerði svo vel.

Sigurvegari dagsins er Erik Hamren, hann veðjaði á Kolbein Sigþórsson sem hafði varla spilað fótbolta í þrjú ár. Hann var gagnrýndur, hann hélt áfram að velja Kolbein. Í dag þakkar svo framherjinn öflugi traustið, með góðu marki. Hamren með sigur gegn sófasérfræðingum

Ragnar Sigurðsson er einn hættulegasti sóknarmaður Íslands. Ógnin af honum í teignum er svakaleg, gerði vel í markinu sem Birkir Bjarnason skoraði.

Hjörtur Hermansson komst vel frá sínu í hægri bakverðinum, er að eigna sér stöðuna til framtíðar.

Þroskuð frammistaða er kannski leiðinlegt orð en það var augljóst þegar líða tók á leikinn að liðið ætlaði ekki að eyða meiri orku í leikinn en þurfti. Mikilvægur og erfiður leikur gegn Albaníu, á útivelli á þriðjudag.

Mínus:

Íslenska liðið hefur enn talsvert svigrúm til að bæta leik sinn þegar liðið þarf að stjórna leik eins og í dag. Lið Moldóvu, getur ekki neitt.

Það er sorglegt að sjá ekki fullan Laugardalsvöll þegar íslenska liðið er í dauðafæri á að komast inn á EM, 2020. Sitt þriðja stórmót í röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allt var klappað og klárt fyrir endurkomu Messi – Þá kom höggið

Allt var klappað og klárt fyrir endurkomu Messi – Þá kom höggið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið