Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, segir að hann eigi hrós skilið fyrir hvernig sóknarlínan BBC spilaði á sínum tíma.
BBC eru þeir Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og svo Benzema en þeir voru fremstu þrír hjá liðinu.
Benzema segir að hann hafi spilað mikilvægt hlutverk í þeirri sóknarlínu en margir eru á því máli að hann sé vanmetinn sóknarmaður.
,,Þú varst með eldflaugina Bale og markaskorarann Ronaldo og svo var ég þarna sem lét allt tikka,“ sagði Benzema.
,,Cristiano sá um að klára færin. Ég spilaði annað hlutverk og sá meira um að opna upp svæði fyrir aðra.“
,,Hann var besti markaskorarinn þó að hann hafi spilað vinstra megin. Ég færði mig til að búa til pláss fyrir hann svo hann gæti skorað.“