Þróttur R. 1-2 Fram
0-1 Hilmar Freyr Bjartþórsson
1-1 Róbert Hauksson
1-2 Jökull Steinn Ólafsson
Það fór fram einn leikur í Inkasso-deild karla í kvöld er Þróttur Reykjavik fékk Fram í heimsókn.
Það var boðið upp á flottan leik á Eimskipsvellinum en Framarar höfðu betur að lokum, 2-1.
Hilmar Freyr Bjartþórsson gerði fyrsta mark leiksins fyrir Fram áður en Róbert Hauksson jafnaði fyrir Þrótt.
Þegar stutt var eftir þá tryggði Jökull Steinn Ólafsson liði Fram sigur en Þróttarar höfðu áður misst Archanke Nkumu af velli með rautt spjald.
Fram er nú í sjötta sæti deildarinnar með 30 stig en Þróttarar í því áttunda með 21 stig og eru enn í fallhættu.