Framherjinn Radamel Falcao er genginn til liðs við tyrknenska stórliðið Galatasaray.
Falcao samdi við Galatasaray á lokadegi félagaskiptagluggans og kemur þangað frá Monaco.
Falcao er þekktur markaskorari en hann raðaði inn mörkum í Frakklandi og einnig fyrir Atletico Madrid og Porto.
Kólumbíumaðurinn hefur ekki spilað í Tyrklandi áður og er ansi vinsæll hjá stuðningsmönnum Galatasaray.
Hann fékk magnaðar móttökur á heimavelli liðsins eins og má sjá hér fyrir neðan.
?? Galatasarays introduksjon av Radamel Falcao! Gåsehud?
— Unibet Norge (@UnibetNorge) 5 September 2019