Það fór fram frábær leikur í undankeppni EM í kvöld en lið Þýskalands og Hollands áttust við í C riðli.
Þeir hollensku höfðu betur á Volksparkstadion í Hamburg í kvöld með fjórum mörkum gegn tveimur og hefndu fyrir 3-2 tap á heimavelli í mars.
Belgía skoraði fjögur mörk í San Marino og vann 3-0 sigur, liðið er á toppi riðilsins með fullt hús stiga.
Skotland er í vandræðum í I riðli eftir 2-1 tap gegn Rússlandi. Skotar eru með sjö stig eftir tapið en Rússar eru með 12 stig í öðru sætinu.
Fleiri flottir leikir voru á dagskrá og hér má sjá úrslit og markaskorara.
Þýskaland 2-4 Holland
1-0 Serge Gnabry
1-1 Frenkie de Jong
1-2 Jonathan Tah(sjálfsmark)
2-2 Toni Kroos(víti)
2-3 Donyell Malen
2-4 Georginio Wijnaldum
San Marino 0-4 Belgía
0-1 Michy Batshuayi(víti)
0-2 Dries Mertens
0-3 Nacer Chadli
0-4 Michy Batshuayi
Skotland 1-2 Rússland
1-0 John McGinn
1-1 Artem Dzyuba
1-2 Yuri Zhirkov
Wales 2-1 Azerbaijan
1-0 P. Pashaev(sjálfsmark)
1-1 M. Emreli
2-1 Gareth Bale
Slóvakía 0-4 Króatía
0-1 Nikola Vlasic
0-2 Ivan Perisic
0-3 Bruno Petkovic
0-4 Dejan Lovren
Slóvenía 2-0 Pólland
1-0 Aljaz Struna
2-0 Andras Sporar